Verndun grunnvatns

Hydros hefur ásett sér að vakta og stuðla að sjálfbærri grunnvatnsnýtingu í Ölfusi. Verkefni okkar eru m.a. að sinna vöktun með gagnasöfnun, greiningu og upplýsingagjöf.

Okkar þjónusta

Hjá Hydros leggjum við áherslu á ábyrga auðlindastýringu. Með samfelldum rauntíma mælingum metum við áhrif grunnvatstöku á stöðu grunnvatns innan Ölfuss. Við tryggjum hágæða eftirlit, ítarlega greiningu og faglega ráðgjöf til aðstandenda verkefnisins. Við hvetjum til skynsamlegra og hagkvæmra lausna fyrir sjálfbæra grunnvatnsnotkun.

Kastljósið

Við hjá Hydros leitumst við að vera leiðandi í auðlindastýringu grunnvatns. Við leggjum áherslu á að upplýsa og fræða hagaðila um mikilvægi grunnvatns sem auðlindar í Ölfusi. Við viljum beina kastljósinu á það hvernig grænar áherslur og sjálfbær nýting auðlinda eru forsendan fyrir virðisaukandi framleiðslu. Við viljum segja frá fyrirtækjum þar sem áhersla er á að grunnvatnsforðinn sé nýttur á ábyrgan og sjálfabæran hátt til framleiðslu á hágæða vöru á innanlandsmarkað og til útflutnings.

Vera í sambandi

Viltu ná í okkur

Ekki hika við að hafa samband, við aðstoðum eftir bestu getu.