Borun gengur vel

Borun vegna vöktunar grunnvatns heldur áfram á Hafnarsandi. Verkefnið er unnið af Vatnsborun ehf. fyrir hönd Hydros Ölfus ehf. og markar mikilvægt skref í sjálfbærri nýtingu vatnsauðlinda í nágrenni Þorlákshafnar. „Við kláruðum fyrstu holuna á dögunum og erum nú komin niður á 42 metra í næstu holu,“ segir Hannes Örn Ólafsson borstjóri hjá Vatnsborun ehf. […]