
Lykillinn að árangri
Samstarf um vöktun og miðlun

Stofnendur HYDROS
Við erum stoltir stofnendur HYDROS og eigum það sameiginlegt að gæði íslenska vatnsins er lykillinn að okkar velgengni

First Water
First Water hefur umbylt laxeldi með sjálfbærri nálgun í Þorlákshöfn. Nýtir íslenska náttúru til að framleiða hágæða lax með lágmarks umhverfisáhrifum. Framleiðsla 8.300 tonn á ári í fyrsta áfanga!

Geo Salmo
Geo Salmo stefnir á að vera leiðandi í þróun landeldis í laxeldi. Verkefnið snýst um að byggja 20.000 tonna landeldisstöð í Ölfusi og fullvinnslu stöð sem gerir GeoSalmo kleift að framleiða hrogn til fullunninnar vöru innan sömu aðstöðu.

Kaldvík
Kaldvík laxinn er alinn upp sem seyði í Ölfusi og síðan fluttur í náttúrulegt umhverfi laxins í fjörðum Austurlands. Kaldvík leggur áherslu á öryggi, sjálfbærni og dýravelferð með gagnsæum starfsháttum og umhyggju fyrir komandi kynslóðum.

Thor, landeldi
Thor landeldi ehf. hefur hafið byggingu landeldisstöðvar við Þorlákshöfn til eldis á laxi. Einstök staðsetning býður upp á hreinan, hágæða sjó sem er síaður náttúrulega í gegnum hraun við kjörhitastig fyrir laxaeldi. Stefnt er að framleiðslugetu upp á 20.000 tonn á ári.

Sveitarfélagið Ölfus
Ölfus er sveitarfélag staðsett á suðvesturströnd Íslands, um 50 km frá Reykjavík. Íbúafjöldi er rétt um 3000 og fer ört vaxandi. Þorlákshöfn er stærsti bærinn í sveitarfélaginu með um 1900 íbúa.





