Sjálfbær nýting vatnsauðlindarinnar

Við fylgjumst með gæðum grunnvatns og stuðlum að sjálfbærum starfsháttum í viðleytni okkar til að stuðla að heilbrigðari plánetu.
Áfangar

Helstu áfangar í vegferð Hydros

Kynntu þér helstu þætti atburðarrásar í mótun Hydros. Frá undirbúningi að stofnun fram til dagsins í dag.

6. september 2021

Umhverfis- og skipulagsnefnd ásamt höfundum skýrslunnar ,,Nýting og stjórnun grunnvatnsauðlindar í nágrenni Þorlákshafnar" fara yfir niðurstöður skýrslunnar og minnisblað þar sem koma fram tillögur um næstu skref.

12. október 2022

Samráðsfundur hagaðila haldinn í fundarsal Vatnaskila. Fulltrúar Vatnaskila gerðu grein fyrir stöðunni og ætluðum áhrifum áforma um uppbygingu á svæðinu á auðlindina. Til fundarins boðuðu Sveitarfélagið Ölfus og Ölfus Cluster og á fundinn mættu fulltrúar Laxa, Arnarlax, Landeldis, Fiskeldi Ölfus og GeoSalmo.

6. desember 2022

Fulltrúar Sveitarfélagsins Ölfus, Ölfus Cluster og Vatnaskila funda með Orkustofnun um nýtingu grunnvatnsauðlindar Í Sveitarfélaginu Ölfuss. Á fundinum kom skýrt fram að útgefin leyfi til nýtingar grunnvatns verði háð því að vöktun nái yfir allt áhrifasvæði starfseminnar til framtíðar litið. Rekstraraðilar þurfi því að standa að sameiginlegri vöktun og rannsóknum á svæðinu. þ.m.t. keyrslu grunnvatnslíkans er sýni áhrif nýtingarinnar á grunnvatn.

2. febrúar 2023

Á fundi hagaðila þann 2. feb 2023 var skipaður vinnuhópur til að leggja fram drög að ramma og fyrirkomulagi samstarfs um vöktun grunnvatns á áhrifasvæðinu. Samþykkt var að einn fulltrúi frá hverjum hagaðila sitji í hópnum (Landeldi, Laxar, GeoSalmo, Arnarlax/Ísþór og Ölfus). Síðar komu inn í hópinn Heidelberg og Thor Landeldi.

23. febrúar 2023

Á fundi með hagaðilum 23. febrúar sl. var farið yfir frumtillögur Vatnaskila að staðsetningu rannsóknar- og vöktunarhola innan mögulegs áhrifasvæðis fyrirhugaðrar vatnsvinnslu utan lóða vinnsluaðila.

10. júní 2024

Arnarlax komst að þeirri niðurstöðu að taka ekki þátt í stofnun HYDROS. Töldu þeir það ekki þjóna hagsmunum félagsins að skuldbinda Ísþór ehf. til þátttöku í jafn yfirgripsmiklu samstarfi og lagt er upp með.

30. ágúst 2024

Stofnfundur einkahlutafélagsins Hydros Ölfus ehf. var haldinn í gegnum fjarfundarbúnað. Fundinn sóttu Jens Þórðarson f.h. Geo Salmo hf., Halldór Ragnar Gíslason f.h. Thor landeldi ehf., Guðmundur Gíslason f.h. Kaldvík hf., Eggert Þór Kristófersson f.h. First Water hf., Þorsteinn Víglundsson f.h. Heidelberg Materials Volcanic Pozzolana Iceland ehf. og Elliði Vignisson f.h. Sveitarfélagsins Ölfus.

1. október 2024

Tilgangur félagsins er að sjá um vöktun vegna vatns- og sjótöku hluthafa á Hafnarsandi og í Þorlákshöfn Ísat flokkun: 52.22.0
Þjónustustarfsemi tengd flutningum á sjó og vatni Rekstrarform: Einkahlutafélag (ehf)

12. febrúar 2025

HYDROS Ölfus ehf.gerir verksamning við Vatnsborun ehf. um borun fimm rannsóknarhola vegna vöktunar grunnvatns á Hafnarsandi og í Þorlákshöfn.

Viltu kynnast stjórnarteyminu

Stjórn Hydros

Kynntu þér fulltrúana í stjórn HYDROS en hver eigandi skipar einn fulltrúa og einn til vara. 

Heimir Ingimarsson

First Water

Við viljum geta notið auðlindarinnar og skapað  verðmæti um ókomna tíð án þess að ganga á vatnforðan.

Elliði Vignisson

Sveitarfélagið Ölfus

Við þurfum að tryggja að íbúar okkar hafi ávalt aðgengi að hreinu fersku vatni og þess vegna fórum við í þessa vegferð.

Jónatan Þórðarson

Thór, landeldi

Grunnvatsstraumurinn í Ölfusi er forsenda þess að við getum ræktað hágæða matfisk og því er lykillinn að velgengni okkar sjálfbær nýting grunnvatsins.

Þórarinn Ólafsson

Kaldvík

Við treystum á vatnið í okkar framleiðslu og tökum þátt til þess að tryggja ábyrga stjórnun á nýtingu auðlidndarinnar.

Jens Þórðarson

GeoSalmo

Við viljum að fótspor okkar sé afturkræft þannig að þeir sem fylgja okkur eftir geti líkt og við notið grunnvatnsauðlindarinnar óskert.

Þorsteinn Víglundsson

Heidelberg

Við þekkjum mikilvægi ábyrgrar auðlindastýringar og þess vegnum fórum við af stað með þessum fyrirtækjum í að tryggja ábyrga nýtingu grunnvatnsins í Ölfusi. 

Daglegur rekstur

Við höfum gert samstarfssamning við Ölfus Cluster sem er óhagnaðardrifið sjálfseignarfélag um utanumhald og daglega umsýslu.

Hefur stýrt undirbúningi að stofnun HYDROS og annast daglegan rekstur og umsjón með framkvæmdum. Frekari upplýsingar um ÖC má finna á heimasíðu félagsins:

Páll Marvin Jónsson

Framkvæmdastjóri Ölfus Cluster

Við sækjum ráðgjöf til okkar helstu sérfræðinga

Samstarfsaðilar okkar kunna að meta áherslur okkar og það sem við stöndum fyrir. Skilboðin frá þem eru!