
Okkar hlutverk er að vakta grunnsvatnsauðlindina
Veita ráðgjöf um ábyrga nýtingu
til eigenda og hagaðila


Mikil ábyrgð
Vatnsauðlindin í Ölfusi er ein sú auðugast á landinu öllu og liggur til grundvallar verðmætaskapandi verkefna sem spanna allt frá fiskeldi yfir í drykkjavöruframleiðslu. Lauslega áætlað má gera ráð fyrir nýtingu allt að 65 þúsund lítra á sekúndu af fersku vatni og jarðsjó á næstu árum og því mikilvægt að tryggja vöktun og stýringu auðlindarinnar á heildrænan máta. Þannig verður sjálfbærni og hagsæld best tryggð.
,,Byggjum upp og tryggjum verðmætasköpun án þess þó að ganga varanlega á forðabúrið. Þannig getum við skapað bjartari framtíð fyrir alla."
Elliði Vignisson

Helstu verkefni HYDROS Ölfus ehf.:
Félagið mun vinna að fjölbreyttum verkefnum sem miða að sjálfbærni og ábyrgri notkun grunnvatnsauðlindarinnar.
- Skipulag og stefnumótun: Mótun langtímaáætlana fyrir vöktun og notkun grunnvatns.
- Vöktun grunnvatns: Gerð og innleiðing sameiginlegrar vöktunaráætlunar.
- Rannsóknarboranir: Borun rannsóknarhola til gagnasöfnunar.
- Vöktunarkerfi: Uppsetning og rekstur vöktunarkerfa fyrir ferskt, ísalt og salt vatn.
- Gagnasöfnun: Stofnun sameiginlegs gagnagrunns fyrir samningsaðila.
- Greining og ráðgjöf: Veita faglega greiningu og ráðgjöf til aðila sem tengjast verkefninu.
- Samskipti við opinberar stofnanir: Samstarf við m.a. Orkustofnun um notkun og stýringu vatnsauðlinda.
- Umsagnir um verkefni: Mótun sameiginlegra umsagna vegna fyrirhugaðra verkefna sem varða vatnsauðlindir.