Hvað er Vatnaáætlun?

Vatnaáætlun 2022–2027 – Næsta áætlun í vinnslu

Fyrsta heildstæða Vatnaáætlun Íslands, náði yfir árin 2022–2027. Átlunin var formlega staðfest þann 6. apríl 2022 af Guðlaugi Þór Þórðarsyni, þáverandi umhverfis-, orku‑ og loftslagsráðherra. Áætlunin markaði tímamót í stjórnun vatnamála hér á landi og felur í sér stefnu og aðgerðir til að vernda vatnsauðlindir Íslands, tryggja sjálfbæra nýtingu og stuðla að betri vatnsgæðum til framtíðar.

Umhverfisstofnun leiddi vinnuna við gerð áætlunarinnar í samstarfi við Veðurstofu Íslands, Hafrannsóknastofnun og Náttúrufræðistofnun Íslands. Áhersla var lögð á samráð við sveitarfélög, fagstofnanir og hagsmunaaðila um allt land.

Vatnaáætlunin inniheldur:

  • Greiningu á ástandi yfirborðsvatns og grunnvatns

  • Flokkun vatnshlota eftir vistfræðilegu og efnafræðilegu ástandi

  • Aðgerðaáætlun til að draga úr álagi þar sem ástand er ófullnægjandi

  • Samræmda vöktunaráætlun á landsvísu

Áætlunin styður við sjálfbæra þróun, grænt hagkerfi og heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna – sérstaklega markmið um hreint vatn og heilbrigð vistkerfi í vatni.

Horft til framtíðar

Hydros fylgist náið með framvindu mála, en vinna við Vatnaáætlun 2028–2033 er nú þegar hafin hjá Umhverfisstofnun. Þar er lögð áhersla á að byggja á gögnum og reynslu síðustu ára og tryggja áframhaldandi vernd vatnsauðlinda Íslands.

Við hjá Hydros fögnum þessum áfanga og tökum þátt í samtalinu um verndun og sjálfbæra nýtingu vatns – einnar dýrmætustu auðlindar þjóðarinnar.