Auðkenni og heiti
Hydros Ölfus ehf. hefur fengið skráningu á borholur sínar á Hafnarsandi og í Þorlákshöfn. Holurnar eru hluti af víðtæku vöktunarverkefni sem miðar að því að tryggja sjálfbæra nýtingu vatnsauðlindarinnar í Ölfusi.
Eftirfarandi holur hafa verið skráðar hjá Orkustofnun og fengið auðkenni:
Borteigur 1: Hola VA-05 – auðkenni 97746
Borteigur 2: Hola VA-06 – auðkenni 97747
Borteigur 3: Hola VA-07 – auðkenni 97748
Borteigur 4: Hola VA-08 – auðkenni 97749
Borteigur 6: Hola VA-09 – auðkenni 97750
Skráning borholanna er mikilvægt skref í uppbyggingu vöktunarkerfis Hydros og samstarfsaðila þess, en markmiðið er að safna áreiðanlegum gögnum um grunnvatn og jarðsjó á svæðinu.
„Með skráningu borholanna tryggjum við að vöktun og stjórnun vatnsauðlindarinnar verði fagleg og gagnsæ,“ segir stjórn Hydros.
Staðsetningar og heiti
Hægt er að smella á myndina til þess að sjá hana stærri.