Í gær hittust fulltrúar Hydros Ölfus ehf. og Carbfix í Verinu hjá Ölfus Cluster til að fara yfir áform um byggingu svokallaðra CODA-níðurdælingarstöðva í Ölfusi. Þetta var annar fundur aðila um verkefnið.
Kynning á staðsetningum og framkvæmdaráætlun
Á fundinum kynntu fulltrúar Carbfix mögulegar staðsetningar stöðvanna, ásamt því hvar koltvísýringur yrði tekinn í land og fluttur á svæðin þar sem honum yrði dælt niður. Samkvæmt fyrirliggjandi matsáætlun er gert ráð fyrir að stöðvarnar rísi vestast á Hafnarsandi, töluvert vestan við fiskeldisstöðvarnar við Laxabraut. Einnig eru í skoðun tvær mögulegar staðsetningar fyrir hafnaraðstöðu – í Þorlákshöfn og í Keflavíkinni í Ölfusi.
Sjónarmið laxeldisfyrirtækja
Tilgangur fundarins var annars vegar að fara yfir stöðu verkefnisins og hins vegar að fá fram sjónarmið frá fulltrúum laxeldisfyrirtækja um hvaða spurningar Carbfix þurfi að svara varðandi möguleg áhrif verkefnisins á starfsemi þeirra.
Opinn kynningarfundur fyrir íbúa og hagaðila
Fundurinn var upplýsandi og fróðlegur og hvetur Hydros alla hagaðila og íbúa til að mæta á opinn kynningarfund Carbfix mánudaginn 18. ágúst kl. 17:00 í Versölum, Ráðhúsi Ölfuss.
Smelltu hér til að sjá auglýsingu fundarins: Carbfix býður til fundar í Versölum, mánudaginn 18. ágúst.
